Á bloggsíðu Sæmundar Bjarnasonar, http://saemi7.blog.is/blog/saemi7/entry/337184/, segir á einum stað:
„Einhvern tíma þegar ég var krakki spurði ég af hverju Gossabrekka væri kölluð Gossabrekka.
Svarið sem ég fékk var að það væri vegna þess að hann Gottskálk ætti heima í húsinu við
brekkuræturnar. Mér fannst þetta léleg skýring því ég skildi hana ekki þá og skil hana ekki enn.
Ég vildi þó ekki opinbera fáfræði mína með því að viðurkenna þetta svo ég lét mér þessa skýringu
nægja. Nú langar mig hinsvegar að vita hvernig þetta nafn er til komið í raun og veru.“
Ég býst ekki við að skýring nafngiftarinnar sé neitt sérlega djúphugsuð.
Líklegast þykir mér að nafnið stafi af því að maður gat látið sig gossa niður brekkuna,
á hjóli á sumrin og á sleða á veturna - enda gerðum við það óspart.
Reyndar man ég til þess að einu sinni dró skólastjórinn (faðir minn)
mig á sleða frá barnaskólanum og upp Gossabrekku á fullu gasi á Singernum.
Við fórum hljóðlega með það er heim í Hverahlíð var komið.