photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Bolli Valgaršsson | profile | all galleries >> Galleries >> Tálknafjörður og nærsveitir - Júlí 2008 tree view | thumbnails | slideshow

Tálknafjörður og nærsveitir - Júlí 2008

Sem fyrr lagði vinahópurinn land undir fót í sína árlegu sumarferð og nú til Bjarmalands á Tálknafirði, gististaðar sem vert er að mæla með. Þar vorum við í viku. Ferðin hófst í Stykkishólmi að morgni laugardags 19. júlí. Þaðan héldum við með hinni ágætu Breiðafjarðaferju Baldri til Flateyjar, þar sem við dvöldum daglangt. Bílarnir héldu áfram og var skipað á land á Brjánslæk. Við héldum svo för okkar áfram með seinni ferð Baldurs. Og nú var haldið á vit ættfeðranna, nánar tiltekið á slóðir Gísla Súrssonar og fjölskyldu, sem hingað kom um 950. Meginsvið sögu hans eru einkum Dýrafjörður, Arnarfjörður og Breiðafjörður og frá Tálknafirði gerðum við út og fórum í ýmsa leiðangra.

Fórum með Arnarfirði til Hvestu, Hringsdals, Uppsala og fleiri staða. Ókum um fræga Kjaransbraut frá Hrafnseyri til Þingeyrar, en þar náðum við okkur í góðan leiðsögumann sem gekk með okkur um slóðir Gísla í Haukadal. Við ókum til Rauðasands, þar sem tilvalið er að fá sér heitt kakó og vöfflur á kaffihúsinu á staðnum og fara síðan með fjörunni endilangri, þar til eyðibýlið Sjöundá blasir við í fjarska, en þar gerðust morðin 1802, sem Gunnar Gunnarsson skrifaði um.

Við litum við í Hænuvík og Sauðlauksdal. Við sigldum frá Bíldudal til Geirþjófsfjarðar, aftur á slóðir Gísla, þar sem hann háði lokaorrustuna og féll. Til Geirþjófsfjarðar sigldum við með og undir dyggri leiðsögn Jóns Þórðarsonar, útgerðarmanns og ferðafrömuðar, sem lagt hefur þung lóð á vogarskálar við uppbyggingu Bíldudals. Á leið til baka til „Bíldudals grænna“ var tekið til við „þorskveiðar“ með takmörkuðum árangri þó en ánægjulegum. Daginn eftir lauk ferðinni og héldu allir sælir og glaðir heim á ný eftir heila sjö daga dýrmæta samveru.

Eftir á að hyggja sé ég mest eftir því að hafa ekki snúið við til baka eftir að hafa farið um Skútabjörg í Arnarfirði til að fara eftir hinum gamla fjallvegi um Kvennaskarð yfir til Þingeyrar í stað þess að fara áfram um Lokinhamra yfir til Dýrafjarðar og áfram til Þingeyrar, en þá leið höfum við hjónin áður farið. Um Kvennaskarð ekki.

Fróðleikur: Vestfirskar heiðar.
previous pagepages 1 2 3 4 5 6 ALL next page
...meš Veru og Gušjóni
...meš Veru og Gušjóni
Egill Logi dasašur af hita
Egill Logi dasašur af hita
previous pagepages 1 2 3 4 5 6 ALL next page