photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Bolli Valgarðsson | profile | all galleries >> Galleries >> Tálknafjörður og nærsveitir - Júlí 2008 tree view | thumbnails | slideshow

Tálknafjörður og nærsveitir - Júlí 2008

Sem fyrr lagði vinahópurinn land undir fót í sína árlegu sumarferð og nú til Bjarmalands á Tálknafirði, gististaðar sem vert er að mæla með. Þar vorum við í viku. Ferðin hófst í Stykkishólmi að morgni laugardags 19. júlí. Þaðan héldum við með hinni ágætu Breiðafjarðaferju Baldri til Flateyjar, þar sem við dvöldum daglangt. Bílarnir héldu áfram og var skipað á land á Brjánslæk. Við héldum svo för okkar áfram með seinni ferð Baldurs. Og nú var haldið á vit ættfeðranna, nánar tiltekið á slóðir Gísla Súrssonar og fjölskyldu, sem hingað kom um 950. Meginsvið sögu hans eru einkum Dýrafjörður, Arnarfjörður og Breiðafjörður og frá Tálknafirði gerðum við út og fórum í ýmsa leiðangra.

Fórum með Arnarfirði til Hvestu, Hringsdals, Uppsala og fleiri staða. Ókum um fræga Kjaransbraut frá Hrafnseyri til Þingeyrar, en þar náðum við okkur í góðan leiðsögumann sem gekk með okkur um slóðir Gísla í Haukadal. Við ókum til Rauðasands, þar sem tilvalið er að fá sér heitt kakó og vöfflur á kaffihúsinu á staðnum og fara síðan með fjörunni endilangri, þar til eyðibýlið Sjöundá blasir við í fjarska, en þar gerðust morðin 1802, sem Gunnar Gunnarsson skrifaði um.

Við litum við í Hænuvík og Sauðlauksdal. Við sigldum frá Bíldudal til Geirþjófsfjarðar, aftur á slóðir Gísla, þar sem hann háði lokaorrustuna og féll. Til Geirþjófsfjarðar sigldum við með og undir dyggri leiðsögn Jóns Þórðarsonar, útgerðarmanns og ferðafrömuðar, sem lagt hefur þung lóð á vogarskálar við uppbyggingu Bíldudals. Á leið til baka til „Bíldudals grænna“ var tekið til við „þorskveiðar“ með takmörkuðum árangri þó en ánægjulegum. Daginn eftir lauk ferðinni og héldu allir sælir og glaðir heim á ný eftir heila sjö daga dýrmæta samveru.

Eftir á að hyggja sé ég mest eftir því að hafa ekki snúið við til baka eftir að hafa farið um Skútabjörg í Arnarfirði til að fara eftir hinum gamla fjallvegi um Kvennaskarð yfir til Þingeyrar í stað þess að fara áfram um Lokinhamra yfir til Dýrafjarðar og áfram til Þingeyrar, en þá leið höfum við hjónin áður farið. Um Kvennaskarð ekki.

Fróðleikur: Vestfirskar heiðar.
previous pagepages 1 2 3 4 5 6 ALL next page
Áfram haldið í átt til Gjögra
Áfram haldið í átt til Gjögra
Í Hænuvíkurhlíðum
Í Hænuvíkurhlíðum
Láginúpur í Kollsvík
Láginúpur í Kollsvík
Á leið niður í Kollsvík
Á leið niður í Kollsvík
Forn gata Hænuvíkurhlíðum
Forn gata Hænuvíkurhlíðum
Fjárrétt undir Hænuvíkurhlíðum
Fjárrétt undir Hænuvíkurhlíðum
Geymsla við Láganúp
Geymsla við Láganúp
Láginúpur
Láginúpur
Jón Svanþórsson
Jón Svanþórsson
Á leið til baka
Á leið til baka
Gjögrar
Gjögrar
g5/12/32712/2/101185932.rz1C3sqG.jpg
Dalsvaðall
Dalsvaðall
Sauðlauksdalsvatn
Sauðlauksdalsvatn
Sauðlauksdalur
Sauðlauksdalur
Bæjarhúsið Sauðlauksdal
Bæjarhúsið Sauðlauksdal
Útihús Sauðlauksdal
Útihús Sauðlauksdal
Svenni klár við lok dags
Svenni klár við lok dags
Hrikalegasta grill aldarinnar
Hrikalegasta grill aldarinnar
Á Hálfdani. Nýr dagur og ný ævintýri framundan...
Á Hálfdani. Nýr dagur og ný ævintýri framundan...
Foss í Fossdal innst í Arnarfirði
Foss í Fossdal innst í Arnarfirði
Sundlaug heimamanna í Reykjarfirði
Sundlaug heimamanna í Reykjarfirði
Halldór kannar náttúrulaugina
Halldór kannar náttúrulaugina
g3/12/32712/2/101187673.qLIBdxyi.jpg
Hér ku börnin á Tálknafirði hafa stundað að stökkva af brúnni í hyl í ánni
Hér ku börnin á Tálknafirði hafa stundað að stökkva af brúnni í hyl í ánni
Trostansfjörður. Skutumst í stutta heimsókn þar.
Trostansfjörður. Skutumst í stutta heimsókn þar.
Berggangur í Sunnfjalli
Berggangur í Sunnfjalli
previous pagepages 1 2 3 4 5 6 ALL next page