photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Bolli Valgarðsson | all galleries >> Galleries >> Krosssandur á Landeyjasandi og Sólheimasandur - maí 2007 > DC3 flak Bandaríkjahers
previous | next
12-MAY-2007

DC3 flak Bandaríkjahers

Um flugvélarflakið
Þessi vél er all sérstæð fyrir þær sakir að búkur hennar er heldur lengri en á hefðbundnum DC3 vélum, hún var með öðruvísi
vængi og stél og voru þessar vélar mikið notaðar af bandaríska hernum, einkum til birgðaflutninga.
Þessar vélar, í þjónustu hersins,
hétu formlega Douglas DC-35 Super Dakota. Vélin á Sólheimasandi er einnig frábrugðin öðrum DC3 vélum að því
leyti að hjólhurð huldi lendingarhjólin á flugi, en svo er til að mynda ekki um landgræðsluvélina fyrrverandi, Pál Sveinsson, en á henni
standa hjólin örlítið niður úr hjólahúsinu á flugi. Þá má nefna að hreyflar þessarar vélar voru öflugri en á hefðbundnum Dakótum eða níu strokka 1425 hö
Wright R-1820 hreyflar í stað fjórtán strokka 1200 hö Pratt And Withney R1830 hreyfla.


Vélin mun hafa verið í birgðaflutningum á leið til Hafnar í Hornafirði með vistir fyrir ratsjárstöðina á Stokksnesi. Á leið austur lenti vélin í slæmu veðri og varð frá að hverfa og snúa við. Á leið til baka varð vélin eldsneytislaus en lenti heilu og höldnum á sandinum. Þrátt fyrir það mun hernum ekki hafa þótt svara kostnaði að flytja vélina á brott en fjarlægði þess í stað allt fémætt úr vélinni, svo sem mótora, hreyfla, vængi, innréttingar og mæla. Allt annað var skilið eftir. Eins og glöggir vegfarendur, sem komið hafa að flakinu, hafa tekið eftir vantar nú stélið á vélina en það mun hafa verið tekið af og sett á aðra sams konar vél sem breytt hefur verið í sumarbústað í nágrenni Hafnar.

Canon PowerShot S45
1/1000s f/2.8 at 7.1mm full exif

other sizes: small medium large original auto
comment | share