photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Bolli Valgarðsson | profile | all galleries >> Galleries >> Hágöngur - Vonarskarð - Dreki - Reykjaheiði - Laugafell - Mælifellsdalur - Hveravellir - sep. 2009 tree view | thumbnails | slideshow

Hágöngur - Vonarskarð - Dreki - Reykjaheiði - Laugafell - Mælifellsdalur - Hveravellir - sep. 2009

Á dögunum hljóp með þeim hætti á snærið hjá mér að Sigurlaug hans Skúla sá sér ekki fært vegna anna að trússa þá mótorhjólafélaga norður um hálendið í ferð sem fara átti þá og þegar. Ég gaf mig að sjálfsögðu fram strax enda leiðin spennandi sem fara átti og á henni kaflar sem ég hafði ekki komið á áður. Ég var ráðinn á staðnum af yfirvaldinu til að fylgja þeim félögum eftir á þessari rúmlega 1.200 km leið, sem fara átti á fjórum dagleiðum. Fyrir dyrum stóð n.t. ferð níu roskinna og ráðsettra manna á sk ferðamótorhjólum (BMW, KTM og Kawasaki) frá Landsveit til Hrauneyja, þaðan sem halda skyldi með Sprengisandsleið til vegamóta, þar sem beygt er inná afleggjara til Hágöngulóns. Meðfram lóninu skyldi ekið á slóða til og um Vonarskarð, Gæsavötn, Urðarháls, flæðurnar svokölluðu og allt til Dreka við Öskju. Daginn eftir skyldi farið í Kverkfjöll, þaðan til Kröflu, Mývatns og þaðan í gistingu á Húsavík eftir að hafa ekið á milljón slóðum á Reykjaheiði. Daginn efir skyldi ekið til Akureyrar, m.a. til matvæla- og eldsneytiskaupa. Þaðan yrði ekið upp Eyjafjörð til Laugafells á Kjalvegi, þaðan sem stefnan yrði tekin niður Vesturdal til Skagafjarðar, en beygt inn á leið um Mælifellsdal skömmu áður en komið er að Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi. Síðan lægi leið yfir Blöndustíflu inná Kjalveg og svo skyldi þrusa til Hveravalla. Leppistungur voru á listanum á leið til Reykjavíkur. Mótorhjólamenn voru eftirtaldir: Skúli Skúlason á BMW 800, Eyþór Örlygsson á BMW 650, Nonni á BMW 650, Ríkarður Már Pétursson á BMW 1200, Valbjörn Jónsson á Kawasaki 650, Birgir Bjarnason á KTM 640, Snorri Gíslason á KTM 990, Karl Geir Arason á BMW 650 og Hlynur Sigursveinsson á KTM 990. Bolli var trússari á Nissan Patrol. Í stuttu máli gekk leiðin upp í meginatriðum eins og hún hafði verið sett upp. Að vísu meiddi Birgir sig skömmu eftir að Flæðunum sleppti svo að hann varð að láta gott heita að kvöldi fyrsta dags. Daginn eftir elti Murphys lögmálið okkur á röndum frá Dreka til Möðrudalsöræfa, sem eru 97 km. Menn drekktu hjólunum í ánum, héldu að þau væru biluð og settu á kerruna og svo framvegis. Því var ákveðið fljótlega að sleppa bæði Kverkfjöllum og Kröflu og einbeita sér að því að komast til næstu mannabyggða, Mývatns. Það tók 8 klukkustundir og raunar meiri tíma fyrir trússarann sem varð olíulaus á þjóðveginum. Snorri tók að sér að ná í olíu og í hæversku sinni spurði trússarinn, þegar hann kom með olíuna, hvort hann hefði ekki langað í bað eins og hina strákana. „Sýnist þér ég vera fiskur?“ var svarið. Eftir bað á Mývatni gekk ferðin í raun eins og í sögu, allir voða kátir þó að sumir segðust hafa verið þurrir í hálsinum af stressi yfir að detta þá og þegar. Hjólið hans Rikka var skilið eftir á Akureyri vegna þráláts olíuljóss í mælaborði – en ljósið reyndist bara vera mótmælaljós enda búið að fá nóg af sundkennslu. Biggi fékk nóg á Húsavík og ók í ofboði til Reykjavíkur og Valli var í vandræðum með loftleka í framhjóli á leið í Laugafell. En svo hætti lekinn bara uppúr þurru um nóttina á Hveravöllum. Í blárestina gaf afturhjólalega sig í einu hjólanna 10 mínútum áður en komið var til Gullfoss. Að öllu öðru leyti var þessi ferð tíðindalaus nema að trússarinn er enn með hálsríg eftir að hafa hrist hausinn yfir þessum ferðamáta félaga sinna í fjóra daga.
previous pagepages 1 2 3 4 ALL next page
Við brottför úr Mosfellsbænum
Við brottför úr Mosfellsbænum
Rikki eftir erfitt kvöld í Fjallalandi
Rikki eftir erfitt kvöld í Fjallalandi
Skúli smíðar sliskjur
Skúli smíðar sliskjur
Dittað að fákinum
Dittað að fákinum
Rikki klappar ofurfákinum
Rikki klappar ofurfákinum
Snorri reynir að binda saman 10 mismunandi brúsastærðir
Snorri reynir að binda saman
10 mismunandi brúsastærðir
Tvö hjól þurftu hjartastuð næsta morgunn
Tvö hjól þurftu hjartastuð næsta morgunn
Svartá á Sprengisandsleið
Svartá á Sprengisandsleið
Á afleggjara í átt til Hágöngulóns. Syðri Háganga
Á afleggjara í átt til Hágöngulóns.
Syðri Háganga
Lækjarspræna við upphaf Vonarskarðs
Lækjarspræna við upphaf Vonarskarðs
Undir Köldukvíslarjökli
Undir Köldukvíslarjökli
Upptök Svartár
Upptök Svartár
Snorri
Snorri
Köldukvíslarjökull
Köldukvíslarjökull
Í vestanverðu Vonarskarði.  Framundan eru Skrauti og Kolufell. Tvílitaskarð er þar á milli.
Í vestanverðu Vonarskarði.
Framundan eru Skrauti og Kolufell.
Tvílitaskarð er þar á milli.
Vatnasvið Köldukvíslar er rúmir 1.100 km
Vatnasvið Köldukvíslar er rúmir 1.100 km
Trússarinn
Trússarinn
Kaldakvísl í Vonarskarði
Kaldakvísl í Vonarskarði
Hlynur
Hlynur
Rikki - enn fremur upplitsdjarfur
Rikki - enn fremur upplitsdjarfur
Hjólið puðrar vatninu út úr sér
Hjólið puðrar vatninu út úr sér
Á söndunum áður en farið er uppúr Vonarskarði
Á söndunum áður en
farið er uppúr Vonarskarði
Gjóstuklif í Valafelli uppúr Vonarskarði.Þarna er ákveðin gata þótt sjáist illa
Gjóstuklif í Valafelli uppúr Vonarskarði.
Þarna er ákveðin gata þótt sjáist illa
Stórgrýtt og ógreinileg leið
Stórgrýtt og ógreinileg leið
Komnir upp. Nú liggur leið til Gæsavatna
Komnir upp. Nú liggur leið til Gæsavatna
Safnast saman
Safnast saman
Skálinn í Gæsavötnum
Skálinn í Gæsavötnum
previous pagepages 1 2 3 4 ALL next page