photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Bolli Valgarðsson | profile | all galleries >> Galleries >> Hveravellir - Blöndukvíslar í átt til Ingólfsskála - okt. 2011 tree view | thumbnails | slideshow

Hveravellir - Blöndukvíslar í átt til Ingólfsskála - okt. 2011

Ferð Castró (nokkurra starfsmanna Skeljungs og "útvalinna" vina þeirra) varð ævintýraleg í ár. Hún var farin helgina 28.-30. október 2011 og byrjaði á Kjalvegi! Gist var fyrstu nóttina á Hveravöllum, en meiningin var að fara þaðan um Blöndukvíslar til Ingólfsskála og áfram í gistingu í Laugafelli. Fara átti Sóleyjarvað á leið heim á sunnudegi. Ævintýrin hófust strax á leið frá Geysi á föstudagskvöldinu því á leiðinni gaf sig stýrisarmur í einum jeppanna, eldri Patról. Alls 11 manns í 27 manna hópi tóku að sér björgunarstörf, sem fólust í því að fjarlægja arminn, halda viðgerðarmönnum uppi á snakki og hughreysta, aðrir fóru suður á land að ná í varahlut og vörubíl til vara, Síðan var varahluturinn mátaður við. Og hann passaði ekki. Þá kom vörubíllinn sér vel. Úr varð að Patrólinn var fluttur á börum Bensans til Geysis og geymdur þar. Í stuttu máli þá kom viðgerðarhópurinn til Hveravalla, þar sem hinir ferðafélagarnir sváfu vært, milli 6 og 8 á laugardagsmorgni. Eftir morgunmat og tiltekt kom í ljós að farin var kúlulega i einum bílanna, LC 70. Yfirgáfu Jón og Þóra því samkvæmið fremur snemma auk Einars og Sigmars sem ákváðu að fylgja þeim suður Kjöl. Restin hélt af stað um 10 í átt til Blöndukvísla, í muggu, en norðurhimininn lofaði góðu, fremur bjartur. Það stóð stutt því áður en varði varð skyggnið að engu. Haustsnjórinn stöðvaði hvaða bíl sem var, ísinn á kvíslunum gerði okkur lífið leitt og brotnaði undan bílunum svo dagueinn fór í endalausa drætti. Drif gáfu sig, stigbretti bognuðu, aurhlífar hurfu og hurðir beygðu af. Fáeina kílómetra frá Ingólfsskála fannst liðinu löngu komið nóg og hélt til baka sömu leið í Myrkholt ofan Geysis, þar sem eldaðar voru stórsteikur og hvílst í góðu yfirlæti fram undir hádegi á sunnudegi.
Í ferðina lögðu af stað: Bolli og Jón, Bjössi og Jóna, Rikki, Lilja og Ragnar, Steindór og Steini, Steini, Íris og Emilía, Jón Sverrir og Þóra, Hjörtur og Unnur, Einar og Sigmar, Ragnar og Ásgeir, Bjarni, Sigurlaug og Haukur, Skúli og Bergsveinn, Heimir, Steini og Óli, og Jón Bergmann.
previous pagepages 1 2 ALL next page
Bilað framdrif
Bilað framdrif
Steini gerir klárt. Fór aldrei úr vöðlunum
Steini gerir klárt.
Fór aldrei úr vöðlunum
Farið að versna í því
Farið að versna í því
Bálhvasst
Bálhvasst
Jón nær í síðdegishressinguna
Jón nær í síðdegishressinguna
Pumpað fyrir grjótið
Pumpað fyrir grjótið
Í Myrkholti um kl. 23 á laugardagskvöldi
Í Myrkholti um kl. 23 á laugardagskvöldi
Eitthvað að frétta?
Eitthvað að frétta?
Við matseld
Við matseld
Spjallað
Spjallað
Bjarni búinn að vaka í rúmar 40 klst.
Bjarni búinn að vaka í rúmar 40 klst.
Og Steini líka...
Og Steini líka...
previous pagepages 1 2 ALL next page