photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Bolli Valgaršsson | profile | all galleries >> Galleries >> Jökulheimar - Breiðbakur - Hólaskjól - 1. - 2. mars 2008 tree view | thumbnails | slideshow

Jökulheimar - Breiðbakur - Hólaskjól - 1. - 2. mars 2008

Fyrstu helgina í mars fórum við félagarnir, ég og Steini mágur, Jón Sverrir og Þóra, Einar Gylfa og Steini og Rikki og Snorri í ferð sem upphaflega var skipulögð af Útivist. Vegna ónógrar þátttöku var ferðinni aflýst en þeir sem skráðu sig rottuðu sig saman og ákváðu að fara engu að síður, fararstjóralausir, semsé án Nóna, með þeirri breytingu þó að halda á laugardagskvöldi til Landmannalauga þegar komið væri niður á N-Fjallabak, í stað Hólaskjóls. Reyndin varð þó Hólaskjól vegna erfiðasta færis sem ég hef nokkru sinni kynnst. Við gistum þó ekki í Hólaskjóli síðari nóttina eins og ætlunin var heldur ákváðum við að halda áfram til Hótels Dyrhólaeyjar (Brekkna), en þangað renndum við í hlað í blindbyl og roki klukkan rúmlega tvö um nóttina. Morguninn eftir, sunnudag, var sama blindan, það sá ekki út úr augum er við lögðum af stað í bæinn.

Þetta var ákaflega skemmtileg ferð. Við byrjuðum í Hrauneyjum, þar sem við fylltum okkur af frábærri kjötsúpu og jeppana af sínum drykk. Síðan héldum við í Jökulheima í góðu skyggni og rennifæri og gistum í eldri skálanum. Laugardagurinn tók við bjartur og fagur með um 8 stiga frosti. Ferðin á Breiðbak sóttist vel eftir alveg einstaklega fallegri leið um hæðir og drög. Eftir því sem nær dró Nyrðra Fjallabaki versnaði færið og varð hreint út sagt alveg skelfilegt og hélst þannig til Herðubreiðarháls, þar sem við komumst í slóð Víkverja, sem höfðu verið þarna fyrr um daginn og freistað þess að halda í átt til Langasjávar án árangurs.

Í ferðinni voru upphaflega 22 á tíu bílum (Hilux, Trooper, LC70, RAM, Patrol, AMC, LC60 og þrír LC80), en í Jökulheimum bættist Guðmundur á Pamelu (LC80) í hópinn sem var á leið til Hólaskjóls. Hann fór þó á endanum til byggða. Af 11 bílum brutu tveir framöxul vinstra megin og á einum brotnaði drifloka. Er við komum í Hólaskjól kom einnig í ljós að þar var líka bíll með brotinn framöxul eftir ferðalagið yfir Herðubreiðarháls.

Hiluxinn fór þetta á seiglunni eins og venjulega og var ekkert að flýta sér fremur en fyrri daginn. Það borgar sig stundum (ekki oft) að vera með takmarkað afl, sem forðar manni m.a. frá átakstjónum. Hinu er ekki að neita að oft saknaði maður aflsins hjá Jóni Sverri eða t.d. yfirbyggða vélsleðans hjá Rikka (8 strokka Willi) og þeirra í (Land Crúser genginu) sem voru með okkur. Það verður ekki á allt kosið í þessum efnum!
previous pagepages 1 2 3 ALL next page
Bķšur eftir drętti
Bķšur eftir drętti
Spiliš gert klįrt
Spiliš gert klįrt
g1/12/32712/2/93725299.RTpLtuOP.jpg
Og žį brotnaši vinstri framöxullinn
Og žį brotnaši vinstri framöxullinn
Jón fylgist meš - ekki fastur!
Jón fylgist meš - ekki fastur!
Spiiiiila....og BANG!
Spiiiiila....og BANG!
Tveir į ferš og annar fatlašur! Ekki Tryggvi sko!
Tveir į ferš og annar fatlašur! Ekki Tryggvi sko!
Ljónstindur
Ljónstindur
Yfirlit
Yfirlit
Skuggafjöll ķ hina įttina! Haldiš ķ įtt til Heršubreišarhįls
Skuggafjöll ķ hina įttina! Haldiš ķ įtt til Heršubreišarhįls
Og žį fór nś fljótlega aš versna ķ žvķ!
Og žį fór nś fljótlega aš versna ķ žvķ!
Hér varš aš spila flesta yfir Heršubreišarhįls
Hér varš aš spila flesta yfir Heršubreišarhįls
Nema nįttśrlega véslešann
Nema nįttśrlega véslešann
Komnir nišur į veg
Komnir nišur į veg
Anddyriš į Hótel Dyrhólaey
Anddyriš į Hótel Dyrhólaey
Sunnudagsmorgunn
Sunnudagsmorgunn
Į leiš heim ķ blindbyl...
Į leiš heim ķ blindbyl...
...sem hélst nįlega aš Skógum
...sem hélst nįlega aš Skógum
previous pagepages 1 2 3 ALL next page