photo sharing and upload picture albums photo forums search pictures popular photos photography help login
Bolli Valgarðsson | profile | all galleries >> Galleries >> Arnarvatnsheiði - Hveravellir - Langjökull - Húsafell - mars 2009 tree view | thumbnails | slideshow

Arnarvatnsheiði - Hveravellir - Langjökull - Húsafell - mars 2009

Þetta átti að vera „stutt“ helgarferð. Hún verður þó líklega um sinn amk í minni sumra samferðarmanna. Upphaflega ætluðu félagar á 6 bílum í ferðina. Þegar til kom mætti helmingurinn, þar af varð sá fjórði að hætta við strax á brottfarardegi þegar bensínrör gaf sig á bensínstöðinni þaðan sem hópurinn hélt af stað laugardaginn 28. mars. Á síðustu stundu bættust góðir ferðafélagar í hópinn, Davíð og Þorbjörg, sem Rikki þurfti svo sannarlega á að halda daginn áður þegar gírkassinn gaf sig enn eina ferðina. Davíð var nýbúinn að skipta þessum kassa út fyrir annan öflugri í Rubicon. Þannig að á endanum fórum við á þremur bílum: Bolli og Laker (Þorlákur Björnsson), Rikki og Steini, sem ætlaði með Einari Gylfa en flutti sig yfir til Rikka þegar Trooperinn hætti við að fara, og Þorbjörg og Davíð.

Leiðin lá til Húsafells, þar sem fyllt var á tankana. Þaðan var haldið inná Arnarvatnsveg, skammt frá Kalmanstungu og upp á heiði. Lítill snjór var á heiðinni en þeim mun meira af grjóti. Árnar á leiðinni voru mesti farartálminn auk krapa er nær dró Hveravöllum, þangað sem við komum fremur seint. Á sunnudag brast á með sól svo ákveðið var að „sprauta“ yfir jökul. Það endaði með 12 tíma ferð og gönguhraða nær alla leið til Húsafells. Urður, Verðandi og Skuld gerðu tvær tilraunir til að sannfæra okkur um að fara bara suður Kjöl með því að meina okkur uppgöngu á jökulinn, fyrst með svellbunka upp með girðingunni við Oddnýjarhnjúka svo ekki var séns í helvíti að komast þar upp, og svo við Þjófakróka. Þá þustum við vestur fyrir Fögruhlíð og brunuðum þar upp, milli Fögruhlíðar og Innra-Sandfells. Þar snérum við á þær systur! Veðrið á jökli var eins og best varð á kosið en færið erfitt. Gönguhraði nær alla leið og Bolli að verða olíulaus er yfir lauk í Þjófakróki. En Aron reddaði kallinum. Hann kom með 9 bílum sem birtust siglandi í kjölfar okkar skammt vestan Þursaborga eins og ísbrjótar á leið til Suðurskautslandsins. Einhverra hluta vegna fór hraðinn á þeim niður í 2 km klst. við það að hitta okkur. Þannig tuttlaðist hópurinn í sameiningu til Húsafells. Við komum heim um miðnætti. Þreytt!
previous pagepages 1 2 3 ALL next page
Steini fyllir á púturnar hjá Rikka í Húsafelli
Steini fyllir á púturnar hjá Rikka í Húsafelli
Komin af stað áleiðis uppá Arnarvatnsheiði
Komin af stað áleiðis uppá Arnarvatnsheiði
Álftakrókur - matarhlé
Álftakrókur - matarhlé
Steindauður hrútur frá Stórási
Steindauður hrútur frá Stórási
Við Skammá var ófært.
Við Skammá var ófært.
Leitað var nýrra leiða
Leitað var nýrra leiða
Hvergi leit það vel út
Hvergi leit það vel út
Davíð og Þorbjörg gerðu tilraun...
Davíð og Þorbjörg gerðu tilraun...
...sem endaði svona
...sem endaði svona
Rikki ætlaði yfir en var stöðvaður
Rikki ætlaði yfir en var stöðvaður
Fórum svo suður fyrir Réttarvatn
Fórum svo suður fyrir Réttarvatn
(Á eftir að skoða gps til að sjá hvaða á þetta er aftur!)
(Á eftir að skoða gps til að sjá hvaða á þetta er aftur!)
En Rikki komst ekki yfir því bakkinn var of hár hinum megin
En Rikki komst ekki yfir því bakkinn var of hár hinum megin
Dreginn snautlegur yfir aftur
Dreginn snautlegur yfir aftur
Hífopp
Hífopp
En þeir Steini voru fljótir að finna leið annars staðar
En þeir Steini voru fljótir að finna leið annars staðar
Davíð og Þorbjörg
Davíð og Þorbjörg
Hér var krapi (segi ykkur seinna hvar þetta er)
Hér var krapi (segi ykkur seinna hvar þetta er)
Rikki fljótur að festa sig
Rikki fljótur að festa sig
Krapi
Krapi
Þau fengu sér bara að borða
Þau fengu sér bara að borða
Krapinn gerði fljótlega vart við sig
Krapinn gerði fljótlega vart við sig
Og Bolli og Laker búnir að festa sig í krapa eftir tilraun til að losa Rikka
Og Bolli og Laker búnir að festa sig í krapa eftir tilraun til að losa Rikka
Meira vesenið!
"Meira vesenið!
Ég hálfsaknaði Skúla of félaga sem hefðu togað hiklaut af afli. Það er það sem þar við svona aðstæður
Ég hálfsaknaði Skúla of félaga sem hefðu togað hiklaut af afli.
Það er það sem þar við svona aðstæður
En þetta hafðist nú allt saman
En þetta hafðist nú allt saman
Komin á Hveravelli og í netsamband!
Komin á Hveravelli og í netsamband!
Þorbjörg, Rikki, (Laker), Steini og Davíð
Þorbjörg, Rikki, (Laker), Steini og Davíð
Rikki í kunnuglegri stellingu á sunnudagsmorgni
Rikki í kunnuglegri stellingu á sunnudagsmorgni
Fallegur morgunn á Hveravöllum. Guttarnir frá Siglufirði í gamla skála
Fallegur morgunn á Hveravöllum.
Guttarnir frá Siglufirði í gamla skála
Allir vaknaðir
Allir vaknaðir
Laker í felubúningi
Laker í felubúningi
Haldið af stað áleiðis í átt að jökli
Haldið af stað áleiðis í átt að jökli
Davíð og Þorbjörg
Davíð og Þorbjörg
Steini lætur þann gamla snúast
Steini lætur þann gamla snúast
Milli Fögruhlíðar og Innra-Sandfells á leið á jökul
Milli Fögruhlíðar og Innra-Sandfells á leið á jökul
Á jökli
Á jökli
Komin upp í dásamlegu veðri
Komin upp í dásamlegu veðri
Þorlákur Björnsson, Laker my man!
Þorlákur Björnsson, Laker my man!
En færið var þungt
En færið var þungt
Nægur snjór og erfitt færi
Nægur snjór og erfitt færi
Nestispása
Nestispása
Allt á kafi
Allt á kafi
Rikki á leiðinni
Rikki á leiðinni
Siglandi ísbrjótar (Benedikt Magnússon)
Siglandi ísbrjótar (Benedikt Magnússon)
...og ferðafélagar
...og ferðafélagar
Níu bílar í stærðinni 44-49. Aron á Land Rover
Níu bílar í stærðinni 44"-49". Aron á Land Rover
Skrafað og skeggrætt
Skrafað og skeggrætt
Benni og Rikki
Benni og Rikki
Afhverju dríf ég ekkert?
"Afhverju dríf ég ekkert?"
Hópurinn kominn af stað - 12 bílar í þungu færi
Hópurinn kominn af stað - 12 bílar í þungu færi
Svo datt á með bullandi hríð - ofan í glatað færi
Svo datt á með bullandi hríð - ofan í glatað færi
Ekkert skyggni
Ekkert skyggni
Virkar ekki miðstöðin Rikki?
Virkar ekki miðstöðin Rikki?
Bolli og Rikki í Þjófakróki í ferðalok
Bolli og Rikki í Þjófakróki í ferðalok
Aron reddaði mér um 20 l af olíu
Aron reddaði mér um 20 l af olíu
previous pagepages 1 2 3 ALL next page